Mikil aðsókn að Flensborgarskólanum

Innritaðir voru 202 nemendur í skólann fyrir skólaárið 2024-2025.

Nú er innritun lokið í Flensborgarskólanum. Alls bárust um 450 umsóknir, þar af 402 frá 10. bekkingum, 167 nemendur voru með skólann sem fyrsta val, 235 sem annað val. Mikil aðsókn að skólanum heldur því áfram og er aukningin um 15% á milli ára. Innritunin að þessu sinni er því sú fjölmennasta í seinni tíð og er það einkar gleðilegt fyrir allt skólastarf.

Alls voru innritaðir 202 nýnemar á fyrsta áriog hafa allir nýnemar við skólann fengið tölvupóst með upplýsingum um námsbraut, bekkjarröðun og fleira. Verið öll hjartanlega velkomin í Flensborg!

Greiðsluseðill fyrir skólagjöldum verður sendur út á næstu dögum ásamt stuttu kynningarbréfi um skólann og fyrstu daga skólahalds í ágúst en kennsla hefst miðvikudaginn 21. ágúst kl. 08:30, samkvæmt stundatöflu. Tekið verður á móti nýnemum við skólann daginn áður, þriðjudaginn 20. ágúst kl. 11:00. Athugið að hægt er að skoða skóladagatal næstu annar hér. Við biðjum hér með forráðamenn um að skipuleggja frí barna sinna þannig að það hafi ekki áhrif á mætingu þeirra í skólann í upphafi annar.

Skólinn er nú lokaður vegna sumarleyfa en hægt er að senda brýn erindi, m.a. ósk um skráningu á biðlista eftir skólavist, á flensborg@flensborg.is og verður þeim svarað eins fljótt og auðið er.

Njótið sumarsins!