Mikilvæg atriði í upphafi vorannar

Kennsla við Flensborgarskólann hefst á morgun, föstudaginn 7. janúar, samkvæmt stundatöflu. Til þess að skólastarfið gangi sem best er lögð áhersla á eftirfarandi:

  • Gæta vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum, svo sem handþvotti og sprittun nálægra snetiflata og gæta að fjarlægðarmörkum (1m).
  • Grímuskylda er í skólanum, líka í kennslustundum, a.m.k. þessa fyrstu daga á önninni.
  • Við búum áfram við fjöldatakmarkanir í matsal en þar mega samkvæmt núgildandi reglugerð aldrei vera fleiri en 50. Við hvetjum því nemendur okkar til að koma með nesti í skólann en í mötuneyti verður hægt að kaupa léttar matvörur, svo sem rúnstykki, salatbakka, ávexti og drykkjarvörur. Athugið þó að mötuneytið verður lokað föstudaginn 7. janúar.
  • Gæta vel að allri umgengni bæði í stofum og opnum rýmum. Þannig getum við m.a. komið í veg fyrir útbreiðslu smita.

Við minnum einnig á að tilkynna þarf öll veikindi samdægurs í INNU og setja þarf í athugasemdir þau veikindi sem tengjast COVID-19, hvort sem það er sóttkví eða einangrun.

Mikilvægt er að nemendur hafi aðgang að fartölvu eða öðrum tölvubúnaði heima fyrir og við minnum á að nemendur geta hlaðið niður Office pakkanum í gegnum heimasíðu skólans. Áfram verður hægt að leigja skápa í anddyri skólans með því að senda tölvupóst á skrifstofa@flensborg.is.

Töflubreytingum lýkur á morgun en þær fara fram rafrænt í gegnum INNU, sjá leiðbeiningar á heimasíðu.

Að lokum biðjum við ykkur um, kæru nemendur, að fylgjast vel með tölvupóstinum og fréttum á vefsíðu skólans, því vegna heimsfaraldursins geta orðið skyndilegar breytingar á skólastarfi. Einnig að fylgjast vel með í náminu í INNU. Þannig hefst þetta allt saman, hægt og rólega.

 

Hér má sjá bréf sem skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum þeirra fyrr í dag.