- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Kennsla við Flensborgarskólann hefst á morgun, föstudaginn 7. janúar, samkvæmt stundatöflu. Til þess að skólastarfið gangi sem best er lögð áhersla á eftirfarandi:
Við minnum einnig á að tilkynna þarf öll veikindi samdægurs í INNU og setja þarf í athugasemdir þau veikindi sem tengjast COVID-19, hvort sem það er sóttkví eða einangrun.
Mikilvægt er að nemendur hafi aðgang að fartölvu eða öðrum tölvubúnaði heima fyrir og við minnum á að nemendur geta hlaðið niður Office pakkanum í gegnum heimasíðu skólans. Áfram verður hægt að leigja skápa í anddyri skólans með því að senda tölvupóst á skrifstofa@flensborg.is.
Töflubreytingum lýkur á morgun en þær fara fram rafrænt í gegnum INNU, sjá leiðbeiningar á heimasíðu.
Að lokum biðjum við ykkur um, kæru nemendur, að fylgjast vel með tölvupóstinum og fréttum á vefsíðu skólans, því vegna heimsfaraldursins geta orðið skyndilegar breytingar á skólastarfi. Einnig að fylgjast vel með í náminu í INNU. Þannig hefst þetta allt saman, hægt og rólega.
Hér má sjá bréf sem skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum þeirra fyrr í dag.