- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Í dag var borinn til grafar kær félagi, Jóhann Guðjónsson, líffræðikennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Hann lét af störfum vorið 2016 vegna heilsu sinnar og hafði þá starfað við skólann frá 1974 og gegnt fjölda trúnaðarstarfa.
Jóhann var órjúfanlegur hluti af þróun skólans og átti drjúgan þátt í að breyta gagnfræðaskólanum og menntadeildinni á áttunda áratug síðustu aldar í fjölbrautaskóla.
Við minnumst Jóhanns með hlýju í hjarta, en í starfsmannahóp skólans í dag eru nemendur hans, síðar samkennarar, sem og aðrir samstarfsmenn. Hann var virkur í félagslífi starfsmanna, trúnaðarmaður, fagstjóri, deildarstjóri, aðstoðarskólameistari og svo mætti lengi telja.
Við minnumst öðlingsdrengs að norðan. Jóhann var góður félagi í dagsins önn og naut sín ávallt vel í kennarahópnum, sat við karlaborðið svokallaða sposkur á svip, áhugasamur um hag fólksins í kring um sig. Hann var fræðimaður, kennari af guðs náð og þrautseigur þegar kom að því að reyna að glæða líffræðina lífi í hugum nemenda sinna.
Jóhann lagði einstaka alúð við skólastarfið. Við í Flensborgarskólanum eigum honum mikið að þakka.