MORFÍS keppni í Hamarssal

Nemendur í MORFÍS liði Flensborgarskólans og Menntaskólans á Akureyri mættust í átta liða úrslitum keppninnar í Hamarssal í gærkvöldi. Góð stemning var í húsinu og vel mætt en keppninni var einnig streymt á netinu og margir horfðu á. Munurinn á liðunum var lítill en norðanmenn fóru með sigur af hólmi og sigruðu með aðeins tveggja stiga mun. Flensborgarar áttu hins vegar ræðumann kvöldsins sem var Birgitta Rún Ólafsdóttir. Umræðuefnið að þessu sinni var Eurovision og okkar fólk mælti gegn þeirri ágætu keppni.