Mötuneyti lokað vegna COVID - 19 smits í starfsmannahópi

Upp hefur komið smit í starfsmannahópi Flensborgarskólans. Starfsmaður mötuneytis er smitaður af COVID-19 og hafa þrír starfsmenn til viðbótar verið sendir í sóttkví. Mötuneytið verður því lokað næstu daga en skólastarf verður að öðru leyti með hefðbundnum hætti. Nemendur eru hér með hvattir til að koma með nesti í skólann. Hægt verður að borða í matsalnum en hann hefur verið sótthreinsaður.

Skólastjórnendur eru í samstarfi við smitrakningarteymið og það er alveg ljóst að nemendur þurfa ekki að fara í sóttkví. Engu að síður er mikilvægt að fara að öllu með gát, huga vel að persónulegum sóttvörnum, vera með grímu ef þið viljið/þurfið og fara í skimun verði einkenna vart.   

Gangi ykkur vel og farið varlega.