Námsversdagur í dag - prófatíminn framundan
11.05.2022
Í dag er námsversdagur frá kl. 08:30 - 11:50 og allir kennarar í húsi samkvæmt skipulagi. Allar nánari upplýsingar um það má sjá á heimasíðu skólans og í bréfi sem skólameistari sendi í gær. Einnig má þar finna upplýsingar um próftímann. Mikilvægt er að mæta tímanlega í próf, vel hvíldur og nærður og þá gengur allt betur. Í bréfinu er einnig minnt á stuðning nemendaþjónustunnar en hún er til taks allan próftímann ef eitthvað kemur upp á.
Hér má sjá bréf sem skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum í gær.