Nemendahópur í Madríd

Nemendur í spænsku eru staddir í Madríd þessa dagana. Þau hafa verið að skoða borgina og stilltu sér upp fyrir framan höllina í Parque El Retiro. Þau heimsóttu líka alþjóðaskóla sem heitir Tándem. Þar eru nemendur einnig að læra spænsku og er hugmyndin að okkar nemendur og þau nái að tala saman og læra spænsku hvort af öðru. Þetta er gert m.a. með því að fara á flamengo sýningu og með því að fara út að borða saman á vinsælum veitingastað í borginni. 

¡Qué impresionante!