Nemendur á haustsýningu Hafnarborgar

Nemendur í mannfræði, myndlist og leirmótun við Flensborgarskólann hafa heimsótt og skoðað yfirstandandi haustsýningu Hafnarborgar, flæðir að - flæðir frá, með kennurum sínum, Sif Beckers-Gunnsteinsdóttur og Júlíu Björnsdóttur.

Á sýningunni eru verk eftir sjö listamenn víðs vegar að og er sjónum beint að strandlengjunni sem eins konar átakasvæði á þeim tímum sem við lifum nú, tímum loftslagsbreytinga.

Nemendur kynntu sér verkin og veltu meðal annars fyrir sér hvað myndlistin getur gert fyrir okkur á tímum loftslagsbreytinga og hamfarahlýnunar, hugtakinu mannöld, og sambandi manns og náttúru í breyttum heimi.

 

Við þökkum Hafnarborg fyrir góðar móttökur og leiðsögn Unnar Mjallar Leifsdóttur um sýninguna. Við hvetjum öll til að skoða sýninguna við tækifæri.

www.hafnarborg.is