- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Í gær tóku nemendur okkar í kynjafræði þátt í málþingi kynjafræðinema í framhaldsskólum á Jafnréttisdögum Háskóla Íslands sem standa nú yfir.
Erindin voru mjög fróðleg og fjölbreytt, og þátttakendur okkar héldu margs vísari aftur í Flensborg. Þau stóðu sig afar vel, komu vel undirbúin og sýndu umræðunni mikinn áhuga. Áfram verður unnið með málþingið á næstu dögum í kynjafræðikennslunni hjá Júlíu Bjarney.
Málþingið var skipulagt af Háskóla Íslands og Félagi kynjafræðikennara, haldið í Veröld, húsi Vigdísar.