- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Í byrjun vikunnar fóru 18 nemendur í dönskuáfanganum Kvikmyndir og bókmenntir í menningarferð til Kaupmannahafnar ásamt kennurunum Evu Björk og Ásu Katrínu.
Undir leiðsögn kennaranna hefur hópurinn gert ýmislegt til að kynnast borginni vel eins og að skoða höll drottningarinnar, Nýhöfn, Marmarakirkjuna, hafmeyjuna, Kastellet, Rósenborgarhöll, Sívalaturninn auk þess að fara stuttan hring í Kristaníu. Kennarar höfðu einnig skipulagt ratleik þar sem nemendur þeyttust um borgina og leystu hin ýmsu verkefni.
Nú styttist í heimkomu hópsins en ferðin hefur gengið vel og nemendur eru glaðir með ferðina.