Nemendur kynnast störfum sendiráða

Nemendur hjá Guðnýju enskukennara í ENSK3TV05 unnu að verkefni um alþjóðaviðskipti og hlutverk sendiráða á önninni. Hluti af verkefninu var að fá sendiherra Kanada, Jeanette Menzies í heimsókn í skólann og einnig að heimsækja breska sendiherrann, Bryony Mathew í sendiherrabústað Bretlands í Reykjavík. 

Við þökkum báðum sendiráðunum fyrir samstarfið og sérstaklega sendiherrunum fyrir að fræða og spjalla við okkar nemendur um störf sendiráða.