- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Nemendur upplifa að álag hafi aukist í námi vegna COVID-19 og þeir hafa áhyggjur af námsstöðu sinni.
Könnun var lögð fyrir nemendahóp Flensborgarskólans dagana 21.-26 október sl. Svarhlutfall var gott, eða 73%, og niðurstöður því marktækar. Spurt var meðal annars um álag í námi vegna COVID-19, líðan í fjarkennslufyrirkomulagi, virkni nemenda í rafrænum kennslustundum og hvernig þeir vildu ljúka námsmati annarinnar.
Niðurstöður sýndu að tæp 70% nemenda upplifa að álag hafi aukist í námi vegna COVID-19, nemendum líður almennt þokkalega og/eða vel í fjarkennslufyrirkomulagi og upplifa sig virka í rafrænum kennslustundum. Rúmlega helmingur nemenda upplifir að þeir hafi gott aðgengi að kennurum til að fá aðstoð við að leysa verkefni. Athyglisvert er að sjá að tæplega helmingur hefur áhyggjur af námsstöðu sinni vegna aðstæðna sem skapast hafa vegna COVID-19 en 33% hafa litlar eða engar áhyggjur.
Þegar rýnt var nánar í fjarkennslufyrirkomulag haustsins þá telja nemendur að kennslustundir í rauntíma þurfi að vera að lágmarki tvær í hverjum áfanga fyrir sig. Þegar nemendur voru spurðir að því hvernig þeir vildu ljúka námsmati annarinnar þá vildi helmingur ljúka þeim með verkefnaskilum, fjórðungur vill ljúka því með heimaprófi þar sem gögn eru leyfð en aðeins 2% nemenda vilja taka lokapróf á staðnum.
Nánari upplýsingar um helstu niðurstöður könnunarinnar má sjá hér.