- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Erla hefur komið að stjórnun skólans síðustu fimm ár, fyrst sem mannauðsstjóri, síðan sem aðstoðarskólameistari. Hún hefur átt farsælan feril sem kennari við skólann og kenndi bæði sögu, félagsgreinar og lífsleikni og kom m.a. að þróun alþjóðlegs samstarfs fyrir skólann.
Júlía Jörgensen er sest í stól aðstoðarskólameistara. Hún hefur kennt félagsgreinar við skólann síðastliðin fjögur ár auk þess sem hún var fagstjóri í þeirri deild á síðastliðnu skólaári. Þar tók hún m.a. virkan þátt í að móta stefnu Flensborgarskólans til framtíðar. Hún var einnig leiðtogi í kennarahópnum í rafrænum kennsluháttum þegar samkomubann skall á vegna kórónuveirunnar.
Hrefna Geirsdóttir er nú í hlutverki áfangastjóra. Hún tók við af Þorbirni Rúnarssyni sem lét af störfum á vorönninni. Hrefna hefur áður komið að stjórn skólans bæði sem aðstoðarskólameistari og áfangastjóri en þar áður hafði hún kennt íþróttir við skólann til margra ára.
Sigríður Erla Viðarsdóttir, mannauðsstjóri Flensborgarskóla, verður í fæðingarorlofi skólaárið 2020-2021.