Nýnemadansleikur og fyrirmyndarpottur

 

Nýnemadansleikur nemendafélags Flensborgarskólans var haldið í íþróttahúsinu við Strandgötu þann 26. september. Í ár var kúrekaþema svo nemendur mættu með tóbaksklúta, kúrekahatta og ýmislegt annað þematengt. Allt fór vel fram og nemendafélaginu til sóma en kvöldið var vel skipulagt en aukinn þungi var settur í gæslu vegna aðstæðna og umræðu í samfélaginu um aukinn vopnaburð ungmenna. Bæði starfsfólk skólans og foreldrar stóðu vaktina og að venju var nemendum boðið að blása í áfengismæla og eiga þá möguleika á verðlaunum úr fyrirmyndarpotti. Foreldraráð gaf nemendafélaginu þó nokkra vinninga og fengu nemendur m.a. peningagjöf og sælgæti en sú sem stærsta vinninginn fékk hafði Airpods heyrnartól upp úr krafsinu.

Almennt voru nemendur til fyrirmyndar og starfsfólkið á staðnum ánægt með vel heppnað kvöld.