- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Nemendafélag Flensborgarskóla hafði veg og vanda af nýnemaferð- og kvöldi og var mál manna að allir hefðu skemmt sér vel. Rútur fluttu mannskapinn á Flúðir þar sem farið var í ýmsa leiki og hoppað á ærslabelg. Þá kom slökkviliðið á staðinn og útbjó vatnsrennibraut við mikinn fögnuð viðstaddra. Hver af öðrum lét sig gossa niður dúklagða grasbrekku. Um kvöldið söfnuðust nemendur á sal, gæddu sér á pitsu, horfðu og tóku þátt í skemmtiatriðum og brustu í söng. Forsöngvarar voru nemendur úr leiklistaráfanganum. Sjá má fleiri myndir á Facebook-síðu skólans.