Nýnemaferð, nýnemaball og foreldrafundur

Þá er þriðja vika haustannarinnar hafin og óhætt er að segja að skólastarfið fari vel af stað. Framundan er ýmislegt sem tengist skólabyrjun. Nýnemum verður boðið í dagsferð í vikunni, fundur með foreldrum fer fram nú um miðjan mánuðinn og í framhaldinu verður haldið glæsilegt nýnemaball í íþróttahúsinu við Strandgötu. 

Nýnemaferð NFF verður að þessu sinni farin miðvikudaginn 7. september og verður farið til Þorlákshafnar. Þar verður brugðið á leik, grillaðar pylsur og hópurinn hristur saman. Lagt verður af stað frá Flensborgarskólanum klukkan 09:00 og komið heim klukkan 15:00. Mæting í Hamarssal kl. 08:45 þar sem bekkjarkennarar taka á móti sínum nemendum. Skráning er hafin í ferðina, athugið að kennsla fellur niður á meðan á ferð stendur. Um kvöldið verður síðan boðið upp á skemmtun í sal skólans frá kl. 18:30 og fram eftir kvöldi.

Fundur með foreldrum nýnema verður svo haldinn í Hamarssal mánudaginn 12. september kl. 17. 

Hér má sjá bréf sem skólameistari sendi nýnemum og forráðamönnum þeirra um það sem framundan er.