Nýnemar í Eddu, húsi íslenskunnar

Nemendur í íslenskuáfanganum bókmenntir og málsaga eru margir hverjir búnir að fara í vettvangsferð í Eddu, hús íslenskunnar, upp á síðkastið. Þar fengu nemendur fræðslu um handritin og varðveislu þeirra. Síðan fengu nemendur leiðsögn um sýninguna og söguna á bak við hvernig sögurnar voru skráðar á bókfell.