Nýr myndlistarkennari

Sif Beckers Gunnsteinsdóttir er nýr myndlistarkennari við skólann. Hún kennir grunnatriði í teikningu og leirlist í vetur. Sif er nýútskrifuð úr Listaháskóla Íslands. Lokaverkefnið hennar fjallar um kennslu og hvernig ryðja megi leið fyrir nemendur til að finna sína rödd og skapa út frá eigin tilvist. Titill verkefnisins er Rými til vaxtar: Leikur, flæði og samræður. Á myndinni má sjá nemendur hennar glíma við fyrsta verkefni annarinnar.