Óbreytt skólahald - námsver

Ný reglugerð um sóttvarnir sem tekur gildi á miðvikudag hefur lítil áhrif á skólahald í Flensborgarskólanum. Enn er ekki leyfð blöndun milli hópa sem gerir áfangaskólum erfitt fyrir.

Við munum því halda áfram með nánast allt nám í fjarkennslu til föstudagsins 4.desember. Þá tekur við prófatími til 16.desember og öll lokaprófin verða rafræn. Starfsbrautin kemur þó inn af fullum krafti aftur miðvikudaginn 18.nóvember og auk þeirra verður nemendum í ÍSAN og bæjarbrú kennt í staðnámi.

Boðið verður upp á aðstoð í námi - svokallað námsver, fyrst í stærðfræði fimmtudaginn 19.nóvember kl.16 fyrir nemendur í STÆR1AR og fer skráning í það fram hér.

Aðalfundur foreldraráðs Flensborgarskólans og upplýsingafundur vegna COVID-19 fer fram þriðjudaginn 17. nóvember klukkan 17:00 og hefur foreldrum/forráðamönnum verið sendur hlekkur á fundinn í tölvupósti.  

Hér má lesa bréf sem fór til nemenda í dag.