Öflugar sóttvarnir skila árangri
13.10.2020
Einungis þrjú smit hafa komið upp í skólanum svo vitað sé. Þökk sé öflugum sóttvörnum og samstilltu átaki nemenda og starfsfólks virðist COVID-19 smitið ekki hafa náð að dreifa sér. Við höfum líka að sjálfsögðu farið eftir tilmælum smitrakningarteymis og unnið eftir því verklagi sem fyrir okkur er haft. Um leið og við sendum þessum einstaklingum batakveðjur viljum við minna alla á að fara varlega. Við klárum þetta saman!