- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Með fundarhléi á miðvikudögum skapaðist rými fyrir nemendur til þess að bregða á leik í skólastarfinu og nýta tímann jafnframt vel. Jafningjaverið var á sínum stað í dag en þar geta nemendur fengið leiðsögn í stærðfræði og raungreinum hjá eldri nemendum skólans. Það úrræði nýtist afar vel og nemendum líkar greinilega að fá aðstoð annarra nemenda því námsverið er afar vel sótt. En nemendafélagið nýtti tækifærið vel í dag og bauð bæði upp á spilastund á bókasafni skólans þar sem nemendur gátu komið og spilað hin ýmsu borðspil. Þá tóku nemendur sig til og teygðu stirða skanka í Pilates - Barr mix hjá þeim Emmu og Örnu Bríeti og var vel mætt í tímann.