Próftími - síðustu lokaprófin í næstu viku, birting einkunna, prófsýning

Þá er fyrri prófaviku að ljúka og í raun einungis tvö próf eftir á mánudaginn, í félagsfræði og sálfræði. Á þriðjudaginn fara síðustu forfallaprófin fram og á miðvikudag, 15. desember kl: 09:00, eru birtar einkunnir í INNU.

Í framhaldinu, eða frá klukkan 11:30-13:00, fer fram prófsýning, þar sem hægt er að sjá lokanámsmat (lokapróf og lokaverkefni) og rýna til gagns. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag prófsýningar má sjá hér.

Nemendur eru minntir á að skila bókum á bókasafnið hið allra fyrsta og svo minnum við einnig á greiðsluseðil fyrir skólavist á næstu önn en eindagi á honum er 14. desember.

 

Megið þið öll njóta þessara síðustu daga á önninni og aðventunnar í allri sinni litadýrð.

 

Hér má sjá bréf sem skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum fyrir helgina.