Prófum lokið - prófsýning og útskrift framundan.

Próftímabili er nú formlega lokið og kennarar leggja nú lokahönd á námsmat annarinnar. Einkunnir verða birtar í INNU á morgun, miðvikudag, kl. 17 og daginn eftir fer prófsýning fram. Prófsýning fer fram frá kl. 11 - 12:30, allir kennarar verða í húsi og öllum gefst færi á að skoða lokanámsmat sitt og rýna til gagns.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag prófsýningarsjá hér.  

Þá fer brautskráning fram þriðjudaginn 20. desember kl. 14:00 og eru útskriftarefni hér með minnt á að koma og skoða námsferlana sína strax að lokinni prófsýningu, eða kl. 12:30 í fyrirlestrarsal.

Bækur í vanskilum þurfa að komast sem fyrst á bókasafnið en hægt er að skila þeim á skrifstofu skólans fram að útskrift. Greiðsluseðill fyrir næstu önn er væntanlegur næstu daga í heimabankann, hjá foreldri ef nemandi er undir 18 ára aldri en hjá nemendum sjálfum 18 ára og eldri.

 

Hafið það sem best á aðventunni!

 

Hér má sjá bréf sem skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum fyrr í dag.