Rafræn kynning fyrir forráðamenn nýnema

Þriðjudaginn 8.september kl.17 eru forráðamenn nýnema boðaðir á rafrænan upplýsingafund. Á fundinum verður farið yfir það helsta sem tengist bæði hefðbundnu og óhefðbundnu skólahaldi á tímum COVID-19. Einnig verður farið yfir skólareglur, nemendaþjónustuna og félagslíf nemenda. Formaður foreldraráðs ávarpar fundinn.

Allir forráðamenn hafa fengið hlekk fyrir fundinn í tölvupósti.