- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Þá er síðasta vika í kennslu hafin. Síðasti kennsludagur er miðvikudagurinn 30. nóvember og er hann hugsaður sem námsversdagur þar sem nemendur geta komið í stofur og hitt kennara og fengið aðstoð við að undirbúa lokapróf og/eða skila lokaverkefnum, sjá skipulag hér. Fimmtudagurinn 1. desember er upplestrardagur fyrir nemendur og því fellur öll kennsla niður. Próf eru svo samkvæmt próftöflu föstudaginn 2. desember og standa yfir til 13. desember.
Einkunnir verða birtar í lok dags þann 14. desember og prófsýning fer fram miðvikudaginn 15. desember kl. 11:00 – 12:30. Við munum auglýsa þessar dagsetningar vel þegar nær dregur en allar upplýsingar um skólastarfið má finna á heimasíðu skólans. Þar á meðal próftöflu, reglur í prófum og fleira. Þá er vert að vekja athygli á því að ef færa þarf próf vegna veikinda á próftíma þá minnum við á mikilvægi þess að láta skrifstofu skólans vita sem fyrst á prófdegi.
Að lokum minnum við á að lokadagur til að skila inn vottorðum vegna veikinda er 6. desember.
Hér má sjá póst sem skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum fyrr í dag.