Síðasta kennsluvikan

Þá er síðasta vika í kennslu hafin og síðasti kennsludagur er föstudagurinn 4. desember. Próf hefjast samkvæmt próftöflu mánudaginn 7.desember. Næstu dagar verða því annasamir og líklega margir að taka síðustu hlutaprófin og skila síðustu verkefnunum annarinnar.

Ef nemendur þurfa aðstoð við að skipuleggja sig í kringum lokaprófstímann eða þurfa stuðning við að taka rafræn lokapróf þá er hægt að hafa samband við nemendaþjónustu skólans. Ef færa þarf próf vegna óviðráðanlegra aðstæðna eða vegna veikinda þá minnum við á mikilvægi þess að láta skrifstofu skólans vita.

Boðið verður upp á síðasta námsverið í stærðfræði þriðjudaginn 1. desember klukkan 16:00.

 

Hér má lesa bréf sem fór til nemenda í dag.