- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Nemendur í spænsku í Flensborg unnu til verðlauna á Spænskuhátíð sem fór fram á föstudaginn. Spænskuhátíð er skipulögð af sendiráði Spánar og var keppt í stuttmyndakeppni og veggspjaldakeppni. Þemað í ár var 16. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Friður og réttlæti. Auk Flensborgar fengu þrír aðrir skólar verðlaun fyrir stuttmynd en það voru MÍT, MH og VÍ. Í verðlaun er vikudvöl í Santiago de Compostela í Galisíu, námskeið og gistingu á vegum háskólans þar, þegar nemendum hentar. Hópurinn er skipaður þeim Margréti Karítas Jónsdóttur, Snædísi Petru Sölvadóttur, Þóru Hrafnkelsdóttur og Ísabellu Hilmarsdóttur.
¡Muchas felicidades!