- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Flensborgarskólinn sigraði í sínum flokki (Framhaldsskólar með 400-999 nemendur) í Lífshlaupinu árið 2025. Enn er verið að þróa þetta verkefni sem felst í því að hvetja nemendur skólans til að skrá niður hreyfingu sína. Um þriðjungur nemenda Flensborgarskólans er á íþróttaafrekssviði og hreyfir sig því mikið dag frá degi og því er afar ánægjulegt að aðrir nemendur skólans séu einnig virkir í að rækta líkama og sál.
Það var Bjarki Már Ingvarsson, formaður íþróttaráðs NFF, sem tók við viðurkenningum Lífshlaupsins fyrir hönd skólans: Fyrir flestar mínútur af hreyfingu og einnig flesta daga.