Síungir gagnfræðingar í heimsókn

Hópur sextíu ára gagnfræðinga heimsótti skólann á dögunum. Óhætt er að segja að kátt hafi verið á hjalla enda margar gamlar sögur rifjaðar upp og mátaðar inn í nútímaskólahald. 

Augljóst er að margt hefur breyst í tímans rás en allir voru þó sammála um að hinn ljúfi skólabragur, sem einkennist af manngæsku og vinabrag, væri enn við lýði en margir í hópnum hafa verið vinir allt frá barnæsku.

Hér má sjá hópinn meðal annars fyrir framan gömlu aðaldyr skólans, að rýna í myndir og skoða gamlar námsbækur og skólablöð frá árinu 1962. 

Flensborgarskólinn kann þessum gömlu nemendum hinar bestu þakkir fyrir heimsóknina og velvildina í garð skólans.