Skólahald í næstu viku - breytingar í mötuneyti og sóttvarnir

Líkt og þið vitið þá taka hertar sóttvarnarreglur gildi á miðnætti. Kennsla verður áfram hefðbundin en stóra breytingin er 50 manna fjöldatakmarkanir sem gilda út kennslutímabilið. Sú breyting hefur nær eingöngu áhrif á matsal skólans, en frá og með mánudeginum verður ekki hægt að kaupa heitan mat. Í stað þess verður hægt að kaupa eitthvað létt til að grípa með sér og borða í stofum á milli kennslustunda.

Helstu reglur eru þessar:

  • Fullt staðnám í öllum áföngum eins og verið hefur.
  • Nemendur mega vera 50 saman í sama rými og viðhalda 1m reglu.
  • Grímuskylda er áfram í skólanum en taka má grímur niður þegar nemendur hafa fengið sér sæti í kennslustofum.
  • Leyfilegt er að snæða nesti í stofum á milli kennslustunda.
  • Nemendur sótthreinsa borð eftir notkun.
  • Í matsalnum mega vera 50 alls en nemendur þurfa alltaf að muna að forðast hópamyndanir. 
  • Viðburðir á vegum skólans og NFF fara eftir þessum nýju viðmiðum.

 

Fylgist vel með á INNU og nánara fyrirkomulagi á skólastarfinu á samfélagsmiðlasíðum skólans. Vonandi taka allir þessu vel, hugsa vel um eigin sóttvarnir og forðast hópamyndanir.

 

Farið öll varlega - við getum þetta saman!

 

Hér má sjá bréf sem skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum þeirra nú fyrir stundu.