- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Mikil óvissa hefur ríkt um upphaf skólastarfs vegna COVID-19 og er enn ekki séð fyrir endann á hertum aðgerðum vegna faraldursins. Við viljum þó fullvissa nemendur okkar og starfsfólk um að við munum leggja allt kapp á að skólastarf hefjist á hefðbundnum tíma. Áhersla verður lögð á að taka á móti nýnemum fyrstu dagana, eða frá og með 19. ágúst og koma þeim vel af stað í skólastarfið og munu þeir fá bréf þess efnis á allra næstu dögum. Kennsla samkvæmt stundatöflu mun síðan hefjast í framhaldinu og má gera ráð fyrir að fyrstu dagarnir, jafnvel fyrstu vikurnar, fari fram í fjarnámi. Þetta getur þó allt breyst og biðjum við því nemendur okkar um að fylgjast vel með tölvupósti sínum og fréttum á heimasíðu og facebook-síðu skólans. Einnig að vera vakandi yfir helstu aðgerðum almannavarna og fylgja sóttvörnum í hvívetna. Þannig komumst við yfir þetta öll saman og svo miklu fyrr.
Að lokum, við gerum ráð fyrir að birta stundatöflur haustannarinnar í þessari viku, eða á föstudaginn 14. ágúst. Einnig viljum við hvetja nemendur okkar til að huga vel að fartölvu eða sambærilegum tölvubúnaði því að nemendur verða að geta stundað nám rafrænt á skólaárinu 2020 - 2021.