Skólastarf að hefjast á haustönn 2023 - stundatöflur, fyrsti skóladagur og fleira

Skólaárið 2023-2024 er hafið og undirbúningur fyrir haustönn í fullum gangi. Meðal annars er verið að búa til stundatöflur fyrir alla nemendur og á meðan það er gert er lokað fyrir INNU. Stefnt er á að opna fyrir töflurnar fimmtudaginn 17. ágúst en kennsla hefst mánudaginn 21. ágúst að lokinni skólasetningu kl. 08:30. Næsta föstudag, 18. ágúst, verður móttaka fyrir nýnema frá kl. 11-12:30. Þá gefst nemendum tækifæri til að hitta umsjónarkennara og bekkjarfélaga auk þess sem forsvarsmenn félagslífs nemenda eru með stutta móttöku.

Það er mikilvægt að nemendur útvegi sér öll námsgögn áður en kennsla hefst. Einnig er mikilvægt að nemendur hafi aðgang að fartölvu eða öðrum tölvubúnaði og við minnum á að nemendur geta hlaðið niður Office pakkanum frítt í gegnum vefsíðu skólans. Hægt verður að leigja skápa í anddyri skólans með því að senda tölvupóst á skrifstofa@flensborg.is. Einnig er hægt að kaupa 10 og 20 skipta matarkort í heitan mat í mötuneytinu.

Töflubreytingar fara fram 21. - 22. ágúst og fara þær fram bæði rafrænt í gegnum INNU. Einnig er hægt að fá aðstoð starfsmanna við töflubreytingar mánudaginn 21. ágúst frá kl. 14:30-17:00. Útskriftarefni fá aðstoð í stofu M307 en aðrir nemendur í stofu M207. Áfangastjóri mun minna á þetta þegar nær dregur en finna má leiðbeiningar varðandi töflubreytingar á vefsíðu skólans. Nýnemar fara ekki í töflubreytingar.

Við hvetjum alla til að fylgjast vel með tölvupósti, heimasíðu og samfélagsmiðlum skólans. Þar birtast ýmsar upplýsingar um námið, heimavinnu og fleira. Nemendur eru auk þess beðnir um að kynna sér helstu reglur skólans; bæði hvað varðar skólareglur og reglur um mætingu.

 

Hér má sjá tölvupóst sem skólameistari sendi nemendum í gær.