Skólastarf fer vel af stað

Skólastarfið fór af stað með miklum ágætum og nú ættu allir nemendur að vera komnir með fasta stundatöflu og þar með komnir vel af stað í sínum áföngum. Það er nauðsynlegt að byrja strax af krafti en ef eitthvað kemur upp á í náminu þá er gott að leita til námsráðgjafa skólans, þeirra Helgu og Sunnu, en þær eru ávallt tilbúnar til að leiðbeina nemendum í öllum þeirra málum. Þá einnig gott að vita af Rannveigu Klöru, nemenda og kennsluráðgjafa, en hún tekur m.a. við greiningum vegna námsörðugleika.

Til að styðja enn frekar við nemendur okkar í námi munum við frá og með næsta þriðjudegi bjóða upp á vikuleg raungreinaver, en þar er hægt að fá aðstoð í stærðfræði og raungreinum,  nemendum skólans að kostnaðarlausu. Fyrsti tíminn verður þriðjudaginn 30. ágúst kl. 15:45-16:45 í stofu H202. Þið eruð hvött til að nýta þessa þjónustu enda einstakt tækifæri til þess að fá aðstoð frá kennurum við að klára að reikna skiladæmi eða undirbúa sig fyrir næsta hlutapróf.

Þá er mikilvægt að minna á ritver skólans sem unnið er í samstarfi við bókasafn skólans. Þar gefst nemendum tækifæri til að fá aðstoð við verkefnavinnu og ritgerðarskrif. Opnunartíma má sjá á heimasíðu skólans og á upplýsingaskjám.

Það er ýmislegt á dagskrá í skólastarfinu í september:

  • NFF býður nýnemum í nýnemaferð þann 7. september en einnig er verið að undirbúa nýnemadansleik.
  • Skólinn býður svo foreldrum nýnema á kynningarfund mánudaginn 12. september, kl. 17:00 en þá verður farið yfir það helsta í skólastarfinu og foreldrar fá tækifæri til að hitta m.a. umsjónarkennara og nemendaþjónustuna.

 

Hér má sjá bréf sem skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum þeirra.