- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Fyrr í mánuðinum var slökunarrýmið í Koti endurbúið húsgögnum og opnað formlega fyrir nemendur. Þar er ró og næði sem hentar vel fyrir þá sem vilja komast burt frá skarkalanum sem fylgir þegar ungt fólk kemur saman. Þar er gott að fá andrými, hlusta jafnvel á stutta hugleiðsluæfingu eða góða tónlist áður en skóladagurinn heldur áfram.
Opnunartímar eru til móts við hjúkrunarfræðing skólans og eru eftirfarandi:
Mán: kl. 08:30-12:30
Þri: kl. 13:00-15:00
Mið: kl. 08:30-12:15
Fim: kl. 08:30-15:00
Fös: kl. 08:30-15:00