- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Fab Lab – Nýsköpunarsetrið
Starfsbrautin hefur undanfarin ár verið með áfanga í Fab Lab (Fabrication Laboratory) en hefur þurft að fara langar leiðir til að geta prentað út verk nemenda. Nú erum við komin í samstarf við Nýsköpunarsetrið við Lækinn sem er að koma sér upp góðri Fab Lab smiðju í gamla Lækjarskólanum. Þetta samstarf gefur okkur tækifæri til að efla kennsluna til muna og auka enn frekar áherslu á nýsköpun, hönnunar-, verk- og tæknimenntun.
Fab Lab er smiðja með tækjum og tólum til þess að gera nánast hvað sem er, allt eftir hugmyndum nemenda hverju sinni. Díana Sigurðardóttir kennir tímana sem eru fjórum sinnum í viku. Í Fab Lab gefst nemendum tækifæri á að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. Nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum eftir sínu áhugasviði en verkin eru unnin í tölvustýrðum laserskera, vínylskera eða þrívíddarprentara.
Hér má sjá nokkur af þeim fjölmörgu verkum sem nemendur hafa unnið á þessari önn.