Nemendur, í samstarfi við Júlíu Bjarneyju stjórnmálafræðikennara og stjórn NFF, buðu til stjórnmálafundar í hádeginu í dag á sal skólans. Vel var mætt, bæði af frambjóðendum stjórnmálaflokka kjördæmisins og nemendum og starfsfólki skólans. Farið var yfir helstu áherslumál flokkanna og þeir spurðir út í m.a. samgöngumál, innflytjendamál og fleira.
Fundurinn heppnaðist afar vel og fulltrúum flokkanna er þakkað fyrir komuna.