Stjörnuskoðun í Kaldárseli

Nemendur í stjörnufræði fóru í stjörnuskoðunarferð um helgina. Ferðin tókst skínandi vel og sá hópurinn m.a. allar aðalstjörnurnar, þ.e. þær Síríus, Aldebaran, Betelgás, Kaupmannsstjörnuna, Blástjörnuna og Pólstjörnuna, auk plánetanna Mars, Júpíter og Venus. Loks var tunglið skoðað í stjörnusjónauka Flensborgarskólans og dáðst var að loftsteinagígum og skuggum þeirra á yfirborðinu. Aðstæður til stjörnuskoðunar voru hinar allra bestu, stjörnubjart og stillt veður þó að kalt hafi verið.