- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Þetta er stutt vika hjá okkur í skólastarfinu þessa vikuna, sumardagurinn fyrsti á morgun og svo fellur kennsla niður í fyrsta tíma á föstudaginn vegna dimmisjónar, kveðjustundar útskriftarefna skólans.
Í dag var svo degi umhverfisins fagnað. Nemendur hlýddu á ávarp umhverfisráðherra um mikilvægi umhverfisverndar og svöruðu stuttri könnun sem nemendur í umhverfisnefnd skólans lögðu fyrir.
Framundan er svo próftími, fyrsti prófdagur er fimmtudaginn 6. maí en miðvikudaginn 5. maí er boðið upp á námsver í öllum tímum samkvæmt stundatöflu. Þá verða kennarar til taks í stofum sínum og aðstoða nemendur við að skipuleggja sig fyrir próf og rifja upp námsefni annarinnar.
Af félagslífi nemenda er það að frétta að nú líður senn að kosningum í stjórn nemendafélagsins. Áhugasamir frambjóðendur eru beðnir um að senda aðalstjórn tilkynningu um framboð sitt á Facebook- eða Instagramsíðu NFF.
Hér má sjá póst sem skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum fyrr í dag.