- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Framundan er viðburðarík vika, sannkölluð afmælisvika en fimmtudaginn 29. september fagnar skólinn 140 ára starfsafmæli sínu. Flensborgarskólinn er með elstu starfandi skólum á Íslandi en hefur tekið margvíslegum breytingum í gegnum tíðina. Hann hóf göngu sína sem barnaskóli, varð síðan að gagnfræðaskóla en frá og með árinu 1975 hefur skólinn starfað í þeirri mynd sem við þekkjum hann í dag - öflugur framhaldsskóli sem leggur áherslu á farsæld nemenda til menntunar og lífs, heilsueflingu og sjálfbært og skemmtilegt skólastarf. Við getum því svo sannarlega verið stolt af skólanum okkar og fagnað stórafmælinu af heilum hug.
Hér má sjá dagskrá fimmtudagins en við viljum vekja sérstaka athygli á opnu húsi frá 12:35 – 14:45 en þá eru foreldrar/forráðamenn og aðrir velunnarar skólans boðnir hjartanlega velkomnir í hús.
Heitt á könnunni.