Tónlist sem breytti heiminum - Skólaþróunarverkefni á vorönn

Á þessari önn vinna sex kennarar að sérstökum skólaþróunarverkefnum. Þau Árni Sverrir Bjarnason og Eygló Jónsdóttir eru bæði að þróa áfanga, Árni undirbúningsáfanga í íslensku en Eygló þriggja eininga áfanga í skapandi skrifum í ensku. Díana Guðjónsdóttir, íþróttakennari, ætlar að greina og skoða íþróttafræðinám í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Þá ætlar Helga Sóley Kristjánsdóttir að tileinka sér núvitund í samstarfi við Núvitundarsetrið.

Tveir nýir söguáfangar eru í vinnslu. Styrmir Reynisson þróar áfanga sem kallast Týndi helmingurinn, jafnréttisbarátta og saga kvenna og Kjartan Guðmundsson hannar áfanga sem fjallar um tónlist sem breytti heiminum. Í þeim áfanga er rýnt í sögu dægurtónlistar á Vesturlöndum og hún sett í samhengi við samfélagslegar breytingar og heimssögulega atburði síðustu alda.