- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Í síðustu viku kom Umhverfisnefndin okkar saman á Hamrinum. Þema annarinnar er náttúruvernd og hér eru nemendur í nefndinni að kanna hvort skiltið á Hamrinum sé fullnægjandi þar sem Hamarinn er friðað svæði. Ásrún Óladóttir og Hólmfríður Sigþórsdóttir, kennarar í Flensborg, halda utan um hópinn auk þess sem þær eru tengiliðir skólans við Landvernd.
Nú er hópurinn að velta fyrir sér hvað megi gera til að vekja athygli á náttúruvernd í skólanum og hvaða úrbætur þurfi að ráðast í sem fyrst. Von er á kynningu frá nemendum í umhverfisnefndinni á næstunni þar sem markmiðin eru tíunduð.
Umhverfisnefndin var formlega stofnuð þann 1. október árið 2019. Nú sitja í henni, ásamt áðurnefndum kennurum, Ásthildur Emelía Þorgilsdóttir, Emma Lind Þórsdóttir, Erna Salóme Þorsteinsdóttir, Hulda Guðjónsdóttir, Jóna Guðrún Sighvatsdóttir, Lilja Sól Andersen, Sindri Már Sigurðsson og Ingi Snær Karlsson sem er tengiliður við aðalstjórn NFF.