Umsóknir í Fræðslusjóð Jóns Þórarinssonar - umsóknarfrestur til 4. desember 2020

Tekið er við umsóknum um styrk úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar. Allir þeir sem lokið hafa fullnaðarprófi frá Flensborgarskólanum og eru í framhaldsnámi geta sótt um styrk.

Umsóknir verða að berast rafrænt á netfangið erla@flensborg.is, eigi síðar en á miðnætti föstudaginn 4. desember 2020. Umsóknin skal merkt Fræðslusjóður Jóns Þórarinssonar.

Umsóknum þarf ekki að skila á sérstöku eyðublaði, en þeim þurfa að fylgja staðfest gögn um námsferil eftir að námi í Flensborgarskólanum lauk auk annarra upplýsinga sem umsækjendur telja að styðji þeirra umsókn. 

Nánari upplýsingar gefur Erla skólameistari í síma 565-0400.