Upphaf haustannar, mánudaginn 24.ágúst

Haustönn hefst formlega í Flensborgarskólanum samkvæmt stundatöflu mánudaginn 24.ágúst. Í viðhengi hér fyrir neðan má lesa bréf sem fór til nemenda skólans og forráðamanna þeirra þar sem fyrirkomulag næstu viku er útskýrt.

Kennsla fer fram sem blanda af staðnámi og fjarkennslu, eins og áður hefur komið fram, vegna þeirra takmarka sem skólastarfinu eru settar. Allir sem koma í hús þurfa að hafa kynnt sér fyrirmæli um sóttvarnarhólfin þrjú og hvar inngangur fyrir hvert hólf er staðsettur.

Mikið er lagt upp úr sóttvörnum og þess ávallt gætt að fólksfjöldi sé í samræmi við gildandi takmarkanir.

Upphaf kennslu á haustönn 2020