Upphaf kennslu á vorönn 2022

Kennsla, samkvæmt stundatöflu, hefst í Flensborgarskólanum föstudaginn 7. janúar. Búið er að opna fyrir stundatöflur nemenda og eru þær aðgengilegar öllum þeim sem greitt hafa skólagjöld. Frá og með deginum í dag fara töflubreytingar fyrir eldri nemendur fram í INNU. Við hlökkum til að fá ykkur í hús en minnum á mikilvægi góðra persónulegra sóttvarna og grímuskyldu.

 

Allar nánari upplýsingar um upphaf skólastarfsins má sjá í bréfi skólameistara sem sent var í morgun til nemenda og foreldra/forráðamanna nemenda yngri en 18 ára.