Upphaf skólaársins

Haustönnin hefst með nýnemadegi – móttöku nýnema miðvikudaginn 19. ágúst. Þennan dag verður nýnemahópurinn fjórskiptur og eiga allir nýnemar að vera komnir með upplýsingar um hvenær þeir eiga að mæta. Hraðtöfludagar fyrir nýnema verða síðan fimmtudaginn 20. ágúst og föstudaginn 21. ágúst, þá verður nýnemahópurinn þrískiptir og fá nýnemar sendar hraðtöflurnar í tölvupósti á allra næstu dögum.

Fyrsti kennsludagur haustannarinnar er mánudaginn 24. ágúst.