Upphaf skólaársins 2022-2023

Opnað verður fyrir stundatöflur nemenda ekki síðar en þriðjudaginn 16. ágúst

Nýnemakynning fer fram fimmtudaginn 18. ágúst kl. 13:00. Þar gefst nýnemum tækifæri til að hitta umsjónarkennara og bekkjarfélaga sína og fá stutta kynningu á því helsta sem þarf að huga að í upphafi skólaárs. Athugið að nýnemar þurfa ekki að mæta með gögn en mikilvægt er að vera með síma og/eða fartölvu til að fara inn á INNU. Þá þurfa allir nýnemar að vera komin með rafræn skilríki. 

Kennsla hefst samkvæmt hraðtöflu föstudaginn 19. ágúst og í framhaldinu fara töflubreytingar eldri nemenda fram rafrænt á INNU (hægra megin á síðu),

Upplýsingapóstur með nánari upplýsingum um upphaf haustannarinnar verður sendur öllum nemendum þegar nær dregur. 

Hafið það sem allra best þangað til!