Upphaf skólastarfs á haustönn 2022

Nú styttist í að skólastarf hefjist af fullum krafti hér í Flensborgarskólanum en kennsla hefst föstudaginn 19. ágúst með skólasetningu og hraðtöflu kl. 09:00. Áfangastjóri sendir hverjum og einum nemanda stundatöflu fyrir þann dag en á mánudaginn, 22. ágúst, er kennt samkvæmt hefðbundinni stundaskrá.

Stundatöflur nemenda verða birtar í dag og svo opnar fyrir töflubreytingar eldri nemenda fyrsta skóladaginn. Töflubreytingar standa yfir fram á þriðjudag og fara fram rafrænt á INNU.

Nýnemar hafa verið boðaðir með tölvupósti á nýnemakynningu fimmtudaginn 18. ágúst  kl. 13:00. Þá hitta nemendur Hámarkskennara sína og bekkjarfélaga, fá stutta kynningu á því helsta sem hafa þarf í huga og fá innsýn í starf nemendafélagsins. 

Eldri nemendur hafa einnig fengið upplýsingapóst um skólabyrjun.

 

Hér má sjá bréf sem nýnemar haustsins fengu frá skólameistara og hér má sjá bréf sem eldri nemendur fengu.