Upphaf skólastarfs á vorönn 2022

Kennsla hefst í Flensborgarskólanum föstudaginn 7. janúar kl. 08:30. Stundatöflur nemenda verða birtar í byrjun janúar og eldri nemendur geta gert töflubreytingar í kjölfarið. Þrátt fyrir mikla aukningu smita í samfélaginu er markvisst unnið að því að kennsla geti farið fram með eðlilegum hætti og vonandi helst sú áætlun.

Eigið gleðileg áramót með ykkar nánustu, förum varlega og gætum vel að sóttvörnum!