Á morgun verður engin formleg kennsla enda úrvinnsludagur settur á samkvæmt skóladagatali. Eins og áður hefur komið fram þá geta nemendur nýtt daginn eins og þeir telja best; ýmist í verkefnavinnu, heilsurækt eða í almenna afslöppun. Nú eða jafnvel sem blöndu af þessu öllu.
Kennsla, bæði í staðlotum og fjarkennslu, hefst aftur á þriðjudaginn samkvæmt stundatöflu og þá boðum við grímuskyldu fyrir alla. Skólinn sér um að útvega grímur fyrir þá sem ekki eiga en nánari upplýsingar verða sendar út síðar.