Úrvinnsludagur og vetrarfrí

Það er stutt vinnuvika framundan með hefðbundinni fjarkennslu mánudag og þriðjudag, úrvinnsludegi á miðvikudag og svo förum við í verðskuldað vetrarfrí fimmtudag og föstudag.

Nú þegar komið er fram yfir miðja önn á þessum skrítnu tímum þá snýst þetta allt saman um úthald og seiglu. Þá snýst námið um að búa sér til rútínu, þ.e. að vakna á sama tíma, finna sér góðan stað til að læra á, hafa notalegt í kringum sig, skipuleggja sig vel og klára verkefni dagsins.  Þegar vetrarfríinu lýkur eru ekki nema 6 vikur eftir af kennslu á haustönn svo það verður gott að fá að safna kröftum með langri helgi áður en við tökum lokasprettinn.  

Hér má lesa bréf sem fór til nemenda og forráðamanna í dag.